Lagabandormur um gistináttaskatt aðför að lífeyrisþegum sem flúið hafa fátækt á Íslandi

Flokkur fólksins segir lagabandorm um gistináttaskatt aðför að lífeyrisþegum sem flúið hafa fátækt á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flokki fólksins.

Í tilkynningunni segir:

„Hér er um að ræða allt að 30% tekjuskerðingu fyrir hóp sem hefur í mörgum tilvikum neyðst til að flytja af landi brott vegna sárrar fátæktar hérlendis. Þingmenn Flokks fólksins vöktu athygli á þessari aðför fyrr í vetur og náðu að fresta gildistöku ákvæðisins um eitt ár, enda var það illa ígrundað og engin greining lá fyrir um áhrif þess.“

Til að koma í veg fyrir að þetta ákvæði taki gildi um næstu áramót hafa þingmenn Flokks fólksins nú lagt fram frumvarp sem fellir lagabreytinguna úr gildi.

„Það er óboðlegt að stjórnvöld séu enn að reyna að hrifsa persónuafslátt af bláfátæku fólki sem hefur kosið að flýja land með fótunum, þrátt fyrir að það standi í skilum með alla skatta og skyldur á Íslandi.“segir í tilkynningunni.

Sjá frumvarpið með því að smella hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila