Lágmarkskurteisi við kjósendur að Píratar greini frá hvað þeir hyggist gera

illugi5Illugi Gunnarsson mennta og menningarmálaráðherra segir ekki nóg fyrir Pírata að setja það fram fyrir kosningar að ætla að framkvæma róttækar kerfisbreytingar. Illugu sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag bendir á að Píratar þurfi að sýna kjósendum þá lágmarkskurteisi að greina frá því hvað átt er við með kerfisbreytingum „ þá er ekki bara nóg að segja ég ætla að endurræsa Ísland, menn verða þá að útskýra það nákvæmlega hvort það sé það í þeirra huga að gera bara breytingar á stjórnarskránni og fiskveiðistjórnarkerfinu og hvor það er þetta tvennt sem um er að ræða og þá þarf að segja frá hvernig„,segir Illugi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila