Landlæknisembættið hefur ekki upplýsingar um áhættuna af bólusetningu barna sem fram koma í samningunum við lyfjarisana

Landlæknisembættið hefur ekki fengið upplýsingar sem fram koma í samningum við lyfjarisana um áhættuna sem felst í því að bólusetja börn með líftæknilyfjunum. Þetta staðfesti Kamilla Sigríður Jósefsdóttir aðstoðar sóttvarnalæknir og barnasmitsjúkdómalæknir í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Fram kom í máli Kamillu að þær upplýsingar sem stuðst væri við séu byggðar á grunnrannsóknum sem bólefnaframleiðendur gera sjálfir á eigin framleiðslu. Kamilla staðfesti jafnframt að það hefðu komið fram aukaverkanir sem ekki hefðu komið fram við grunnrannsóknir lyfjafyrirtækjanna.

Þá sagði Kamilla að vitað sé að bólefni Pfizer sem nota á hér á landi hafi áhrif á tíðarhring kvenna og það hafi meðal annars verið kannað í Noregi. Fram kom við þá skoðun að áhrifin þar virðist tímabundin, þ,e að eftir þrjá mánuði að meðaltali sé tíðarhringurinn kominn í fyrra horf, ekkert sé þó vitað um áhrif til lengri tíma.

“ við höfum reynt að kanna þetta hérna á Íslandi en við höfum ekki næg gögn til þess að geta greint þetta frekar hérlendis“

Hlusta má á viðtalið við Kamillu í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila