Rekstur Landsvirkjunar samkvæmt væntingum

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar

Rekstur Landsvirkjunar hefur gengið vel og heldur áfram að styrkjast. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Í tilkynningunni segir meðal annars að hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hafi aukist um 10 milljónir dollara milli ára.

“ „Rekstur aflstöðva Landsvirkjunar gekk vel á fyrri hluta ársins 2019. Rekstur fyrirtækisins heldur áfram að þróast í rétta átt og efnahagur þess að styrkjast, en hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði eykst um 10 milljónir dollara milli ára. Nettó skuldir lækka um 126 milljónir dollara (15,6 milljarða króna) á fyrstu sex mánuðum ársins 2019 og fer eiginfjárhlutfall nú í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins yfir 50%. Rekstrartekjur lækka um 4% en til móts hefur rekstrar- og viðhaldskostnaður ásamt vaxtagjöldum lækkað umtalsvert og handbært fé frá rekstri aukist um 7% milli ára. Vegna aðstæðna á alþjóðlegum hrávörumörkuðum er staða stærstu viðskiptavina krefjandi um þessar mundir.“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila