Leggja til að óhagnaðardrifin húsnæðisfélög fái ívilnanir

Samfylkingin ætlar að leggja fram tillögu þess efnis á þingi að óhagnaðardrifin húsnæðisfélög eins og Bjarg og aðrir slíkir aðilar sem standi að uppbyggingu húsnæðis í almenna húsnæðiskerfinu fái ívilnanir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristrúnar Frostadóttur í síðdegisútvarpinu í vikunni en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Kristrún segir að hugmyndin sé að ívilnanirnar felist í því að veita félögunum um 60 prósent endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Með þessu sé hægt að koma í veg fyrir að húsnæðismarkmið ríkisstjórnarinnar færist ekki enn fjær en nú sé.

Samfylkingin er vongóð um að málið verði samþykkt og segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa tekið vel í hugmyndina og segir hana geta komið að gagni. Þá séu fleiri stjórnarþingmenn hlynntir hugmyndinni.

Hættulegt fyrir fólk að skuldsetja sig of mikið

Í þættinum sagði Kristrún að ástandið á húsnæðismarkaði væri afar mótsagnakennt þar sem fólk sem greiði himinháar leigugreiðslur komist ekki í gegnum greiðslumat þar sem jafnvel væri gert fyrir lægri mánaðargreiðslum.Hún segir að ástæðan fyrir þessu að húsnæði sé orðið svo dýrt.

„því þó ég sýni því fullan skilning að fólk verði að geta fengið keypt húsnæði og það verði að hjálpa því fólki þá verðum við líka að hafa í huga og varast að hleypa fólki í það að skuldsetja sig meira og meira því þetta greiðslumat er einmitt til þess gert að koma í veg fyrir að fólk komi sér í skuldir sem það ráði ekki við“

Kristrún segir, að hættan er nefnilega sú, að ef einungis sé farin sú leið að auðvelda fólki að taka á sig meiri skuldir kunni það að vinda síðan upp á sig með slæmum afleiðingum fyrir skuldarann.

„þá kemur meiri þrýstingur á markaðinn og verðið á eignunum hækkar svo enn meira, þannig mikilvægustu úrræðin þurfa að vera úrræði sem halda aftur af hækkun húsnæðisverðs „segir Kristrún.

Hlusta má á þáttinn hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila