Leggur fram frumvarp um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnarráðherra ætlar í mars á þessu ári að leggja fram frumvarp sem snýr að breytingum á lögum um lögheimili og aðsetur. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Sigurðar Inga á Facebooksíðu hans í morgun. Í færslunni segir “ Síðastliðna áratugi hefur verið nægjanlegt að tilkynna nýtt lögheimili án þess að eigandi sé endilega upplýstur um að nýr aðili hafi bæst við á heimilið. Einnig er orðið algengara að hjón þurfi vinnu sinna vegna að vera í fjarbúð og eiga fleiri en eitt heimili af þeim sökum. Í mars hyggst ég leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur. Gert er ráð fyrir að hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið og einnig að Þjóðskrá Íslands skuli senda tilkynningu til þinglýsts eiganda fasteignar um þá sem skrá lögheimili sitt í fasteign í hans eigu„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila