Leigjendum stillt upp við vegg

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands

Leigjendum eru í mörgum tilfellum stillt upp við vegg með því uppsprengda verði sem viðgengst á markaði í dag, og tekjuskerðingar gera stöðuna mun erfiðari.
Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sönnu Magdalenu Mörtudóttur borgarfulltrúa Sósíalista í þættinum Annað Ísland í dag en hún var gestur Sigurjóns M. Egilssonar og Gunnars Smára Egilssonar.

Sanna segir skerðingarnar vera þeim tekjulægstu afar erfiðar, auk þess sem félagslega kerfið sé uppbyggt á þann hátt að fólk festist í þessari stöðu.

 

 

 

Hlusta má á viðtalið við Sönnu þar sem hún meðal annars segir frá eigin reynslu af félagslega kerfinu í spilaranum hér að neðan.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila