Leit að bifreið í Þingvallavatni hætt

Leit að bifreið sem tilkynnt var um að hefði fallið ofan í Þingvallavatn hefur verið hætt.

Mikill viðbúnaður var við norðvesturenda vatnsins rétt fyrir hádegi eftir að tilkynning barst um að bifreið hefði sést fara ofan í vatnið. Björgunarsveitir, lögregla, slökkvilið ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar komu að leitinni en sem fyrr segir var henni hætt þegar ljóst varð að engar vísbendingar væru um bifreiðina sem tilkynnt var um.

Í tilkynningunni til lögreglu tjáði tilkynnandi að hann taldi sig hafa séð bifreið á íslögðu vatninu og bifreiðin hafi fallið niður um vök. Þá þegar var fjölmennt lið sent á staðinn til leitar og var ákveðið að hætta þegar engar vísbendingar fundust um bifreiðina.

Ekki kemur fram hvort lögregla telji að bifreið hafi fallið í vatnið heldur aðeins að engar vísbendingar væru um bifreiðina.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila