Leita að bifreið í Þingvallavatni

Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir af Suðurlandi leita nú bíls sem tilkynnt var um í morgun að hefði fallið ofan í Þingvallavatn.

Samkvæmt upplýsingum fer leitin fram við norðvesturenda vatnsins skammt frá Heiðarbæ.

Tilkynning um bílinn barst um ellefuleytið í morgun og voru björgunarsveitir þegar í stað ræstar út. Viðbragðsaðilar njóta liðsinnis þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina en á þeim slóðum þar sem leitað er nú er vatnið talsvert djúpt og þá er vatnið mjög kalt á þessum árstíma sem gæti gert leitina erfiðari.

Þegar þetta er ritað hefur leitin engan árangur borið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila