Lítið að marka skoðanakannanir þar sem hluta frambjóðanda er sleppt

Það er ekki hægt að taka mikið mark á skoðanakönnunum þar sem stórum hluta þeirra sem í framboði eru er hreinlega sleppt. Náin tengsl frambjóðanda við eigendur skoðunakönnunarfyrirtækis gerir það að verkum að fólk almennt missir traust og trú á niðurstöður skoðanakannana. Þetta segir Kristinn Sigurjónsson rafmagns og efnaverkfræðingur en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Í þættinum var meðal annars rætt um skoðanakannanir og hvernig þær eru framkvæmdar. Meðal annars kom fram að þegar stóru skoðanakönnunarfyrirtækin velja þá sem svara könnunum er fólk valið í panelhópa og eru þeir valdir meðal annars eftir því hvaða skoðun þeir hafa á ýmsum málum. Uppskriftin hverju sinni fer svo eftir því hver borgi fyrir könnunina.
Í þættinum var einnig rætt hvernig tengsl frambjóðenda við hátt setta innan könnunarfyrirtækjanna hefur einnig áhrif á hvernig niðurstöðurnar verða.

Aðferðafræðin skapar tortryggni

Kristinn segir að til þess að kannanir séu marktækar þurfi þær eðli málsins samkvæmt að endurspegla kjósendur í landinu. Það sé þó þannig að þegar kemur að forsetakosningum þá sé meiri almenn þátttaka heldur en þegar kosið er um flokka. Þetta sé þannig vegna þess að það sé margt fólk sem hafi ekki áhuga á að setja sig inn í flokkspólitísk mál. Til þess að fá svo réttan þverskurð og þar með réttari niðurstöður þurfi þátttakendur í skoðanakönnunum að vera allt frá háöldruðu fólki alveg niður til yngstu kjósendanna, bæði fólk af landsbyggðinni sem og úr borginni.

Nú sé það svo að þær kannanir sem eru gerðar tala mest um þrjá frambjóðendur á meðan fjöldanum af öðrum kjósendum er hreinlega sleppt og ekki einu sinni minnst á þá. Það geti aldrei verið sanngjarnar eða réttar niðurstöður sem hægt sé að treysta á.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um skoðanakannanir og forsetakosningarnar í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila