Lóðahneykslið ekki eina dæmið sem þaggað er niður hjá RÚV

Gjafagjörningur borgarinnar gagnvart olíufélögunum er ekki dæmið um mál sem hefur verið þaggað niður hjá RÚV því það eru fjölmörg mál sem ekki fást rædd þar og virðast starfsmenn helst vera með fréttir af því sem snýr að hugðarefnum þeirra. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þorsteins Sæmundssonar fyrrverandi þingmann Miðflokksins í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Þorsteinn segir að það megi nefna orkupakkamálið í þessu samhengi og þær einu fréttir um langa hríð af málinu voru þær hversu lengi þingmenn hafi rætt um málið í þingsal en ekki hafi ein einasta frétt um innihald málsins eða neitt um hvað ræðurnar í þingsalnum innihéldu.

Lindarhvolsmálið er dæmi um þöggunartilburði

Þá segir að Þorsteinn að hægt sé að nefna fleiri mál eins og Lindarhvolsmálið sem RÚV hafi ekkert fjallað um fyrr en þingmenn Samfylkingarinnar hafi farið að ræða það á þinginu. Segist Þorsteinn hafa haft samband við RÚV og gert athugasemdir við að aðeins hafi verið rætt við Samfylkingarþingmennina þó Þorsteinn hefði mjög mikið rætt um málið og var þá Þorsteini boðið í tvö viðtöl um málið.

Til skammar fyrir ritstjóra Kveiks

Varðandi lóðabrask borgarinar segir Þorsteinn að hann vilji hrósa þeim Vigdísi Hauksdóttur fyrir að vekja athygli á málinu á sínum tíma og svo Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur fyrir að gera eitt besta fréttainnslag sem sést hafi lengi í sjónvarpi. Segir Þorsteinn að með sýningu innslagsins í Kastljósi hafi verið færðar sönnur á að orð ritstjóra Kveiks sem vék Maríu Sigrúnu úr Kveik með þeim rökum að rannsóknarblaðamennska væri ekki hennar svið hefðu verið algerlega röng.

Vigdís Hauks sagði frá þessu árið 2022

Fram kom í þættinum að þegar Útvarps Saga fyrst fjölmiðla hafi vakið athygli á málinu meðal annars með viðtali við Vigdísi Hauksdóttur og fréttum af lóðabraskinu sem sjá má með því að smella hér hafi Útvarp Saga meðal annars verið ásökuð um samsæriskenningar.

Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila