Símatíminn: Yfirlýsingar um neyðarástand í loftslagsmálum partur af áróðursherferð

Yfirlýsingar um neyðarástand í loftslagsmálum er partur af áróðursherferð og það er alvarlegt mál þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ætlar sér að senda frá sér slíkar yfirlýsingar án þess að tilefni sé til. Þetta kom fram í símatímanum í dag en þar ræddu Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri og Pétur Gunnlaugsson loftslagsmálin og yfirlýsingar Katrínar Jakobsdóttur vegna þeirra.

Arnþrúður benti meðal annars á að ef Bjarni Benediktsson eða Sigurður Ingi Jóhannsson hefðu látið slík ummæli frá sér fara hefðu þeir verið gagnrýndir fyrir það, Katrínu virðist aftur á móti leyfast slíkt

Er hinn almenni íslendingur að tala um að hér ríki eitthvert neyðarástand?, hvernig í ósköpunum dettur fólki þetta eiginlega í hug?, orðið neyðarástand þýðir að það sé svo mikil hætta á ferð að þú getur varla hætt þér út fyrir dyr heima hjá þér, þetta er bara áróður,  það er verið að misnota þetta orð sem eykur bara á vantrúna á stjórnmálunum, vantrú á Alþingi og ráðherrum ef þeir eru að hrópa og kalla svona út í loftið, þetta ber þess merki að vera áróðurstengt og það er staðið að því þannig að yfirlýsingin er fyrst og fremst send á erlendar sjónvarpsstöðvar eins og til dæmis BBC og fleiri„,sagði Arnþrúður.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila