Lögbrot Svandísar gætu kostað skattgreiðendur milljarða

Stjórnsýslubrot Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra eru ekki fyrnd og ljóst að þau hafa afleiðingar. Það getur komið til þess að þau muni kosta ríkið milljarða farið svo að ríkið verði dæmt til að greiða Hval hf bætur vegna framgöngu Svandísar. Þetta var meðal þess sem fram kom i máli Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Þá segir Jón að á sínum tíma í tíð ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hafi Svandís tekið ákvörðun í virkjanamálum sem hún var svo dæmd brotleg fyrir í Hæstarétti. Þar hafi ekki orðið til bótakrafa en þó hlaupi samfélagslegt tjón af völdum ákvörðunar hennar á milljörðum því við ákvörðunina tafðist það að geta virkjað neðri hluta Þjórsár sem svo leiddi það af sér að fara þurfti að nýju í allt umhverfismatsferlið. Svandís hafi vel vitað þetta þegar hún tók ákvörðunina en hafi samt sem áður tekið hana. Enn gæti áhrifa núna 14 árum síðar af þessu máli þegar kemur að virkjanamálum. Þá hafi Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra verið dæmdur í makrílmálinu og nú sé þetta aftur að endurtaka sig í hvalveiðimálinu.

Svandís vildi ekki leyfa Hval hf að prófa nýjar aflífunaraðferðir

Hvað varðar hvalveiðimálið þá sé það alvarlegast að þar voru lög látin víkja fyrir pólitík. Þetta gerði hún þrátt fyrir að Hvalur hafi reynt að gera sitt til þess að gæta betur að dýravelferð. Hvalur hf hafi ætlað að prófa nýja aflífunaraðferð með raflosti líkt og gert sé í sláturhúsum þá vildi Svandís ekki leyfa þeim að reyna aðferðina. Bendir Jón á að það það hafi gefið góða raun annars staðar að aflífa með rafmagni og ef Hvalur hf hefði fengið að þróa þessa nýju veiðiaðferð hér á landi, sem áður hafði verið þróuð og gefið góða raun annars staðar. Vel hefði verið að stefna að því að hætta að nota hina hefðbundnnu sprengjuskutla sem notaðir eru í dag. En það vildi Svandís hins vegar ekki og var ekki einu sinni tilbúin til þess að gefa mönnum séns á að prufa aðferðina.

Jón segir að það hafi þegar verið boðað að þegar Svandís komi aftur úr veikindaleyfi verði vantrauststillaga lögð fram á hendur henni að nýju.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila