Lögregla lýsir eftir ræningjunum sem brutust inn í verðmætaflutningabíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar mannanna, sem hér sjást á ferð í dökkgráum Toyota Yaris, í tengslum við mál sem er til rannsóknar hjá embættinu.

Ef einhver þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hin sömu vinsamlegast beðin um að hringja í lögregluna í síma 112, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is

Þótt andlit mannanna sjáist aðeins að hluta telur lögregla að ætla megi að einhver geti samt borið kennsl á þá.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila