Lögreglumenn á Suðurnesjum kalla eftir tafarlausum aðgerðum vegna myglu og rakaskemmda á lögreglustöðinni

Lögreglufélag Suðurnesja hefur sent frá sér ályktun vegna húsnæðismála lögreglunnar á Suðurnesjum sem þau segja vera í miklum ólestri.

Meðal þess sem fram kemur í ályktuninni er að lögreglustöð útkallsliðsins við Hringbraut hafi verið lokað vegna myglu og rakaskemmda og því búi nú útkallsliðið við afar þröngan kost þar sem það deili húsnæði með rannsóknardeild, lögfræðisviði sem og yfrstjórn. Er bent á í ályktuninni að það væri besta staðan ef ekki væri fyrir það að húsnæðinu sé aðeins ætlað að rúma 40 manns. Staðan sé hins vegar sú að nú starfi þar um 70 manns á dagvinnutíma.

„lögreglumenn þurfa að finna það hjá stjórnvöldum að starfið sem þeir sinni af mikilli elju og hugsjón sé metið að verðleikum. Því skorar Lögreglufélag Suðurnesja á Framkvæmdasýsluna – Ríkiseignir að bregðast við hið fyrsta“ segir í ályktuninni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila