Lögreglumenn fá góðan stuðning þegar þeir þurfa að takast á við erfið mál

snorri2Lögreglumenn á Íslandi búa að góðum stuðningi þegar þeir takast á við erfið mál sem þeir eðli málsins samkvæmt þurfa að takast á við reglulega vegna starfa sinna. Þetta kom fram í máli Snorra Magnússonar formann Landsambands lögreglumanna í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Snorri segir að þeir lögreglumenn sem telja sig þurfa stuðning geti leitað í svokallað félagastuðningskerfi og þá hafa þeir einnig aðgang að sálfræðiaðstoð. En þrátt fyrir góðan stuðning segir Snorri að ekkert geti búið lögreglumenn undir allra erfiðustu aðstæðurnar “ þó þú sért á einhverjum æfingum eins og stórslysaæfingum þá veistu að það er alltaf æfing og það eru leikarar sem leika hina slösuðu„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila