Mætti vel efla skákina úti á landi

Það mæti efla skákina enn frekar úti á landi en nú er gert því skákin ætti ekki að vera nánast einvörðungu bundin við höfuðborgarsvæðið. Þetta segir Róbert Lagermann FIDE meistari og alþjóðlegur skákdómari en hann var gestur Kristjáns Arnar Elíassonar í þættinum Við skákborðið.

Róbert segir að hafa verði í huga að Ísland sé ekki bara Reykjavíkursvæðið heldur búi margt af fólki úti á landi þar sem skákáhugi sé ekki síðri.

Skákáhuginn er líka út á landi

Hann segir það tilvalið að Skáksamband Íslands, þar sem hann sat í stjórn í rúm tíu ár, taki sig til og geri skákinni hærra undir höfði úti á landi. Það væri ekki síst tilvalið á næsta ári þegar Skáksambandið á 100 ára afmæli enda hafi félagið einmitt verið stofnað úti á landi, nánar tiltekið á Blönduósi.

Hann segir að það tilvalið að aðalfundur félagsins héldi Íslandsmót sem færi fram úti á landi og væri Blönduós alveg kjörinn staður til þess.

Þannig væri hægt að hífa skákina svolítið upp úti á landsbyggðinni.

Hlusta má á ítarlegri skákumfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila