Málarekstur fyrir dómstólum í Noregi vegna orkupakka þrjú

Haraldur Ólafsson.

Mál er nú rekið fyrir dómstólum í Noregi vegna orkupakka þrjú. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Haraldar Ólafssonar formanns Heimssýnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Haraldur segir að málið snúi meðal annars að því hvort norska þingið hafi brotið gegn stjórnarskrá með því að hafa samþykkt orkupakka þrjú “ þeir gætu komist að þeirri niðurstöðu og þá er orkupakki þrjú væntanlega úr myndinni og norðmenn fá þá að ráða sínum málum sem er auðvitað allra best fyrir þá„,segir Haraldur. Haraldur segir það einkennilegt hvað stjórnmálamenn séu áfjáðir í að taka upp orkupakka þrjú þrátt fyrir mikla andstöðu innanlands, bæði hér á Íslandi og í Noregi “ þetta er mjög sérkennilegt og ég kann svo sem engar skýringar á þessu en hvers vegna skyldi kjósandinn vilja kjósa stjórnmálamenn sem eru á öndverðu meiði í jafn mikilvægu máli?„,spyr Haraldur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila