Meira en tveggja ára bið eftir ADHD greiningu

Hér á landi er meira en tveggja ára bið fyrir þá sem skrá sig í greiningu fyrir ADHD og eftir að greiningu lýkur getur verið afar erfitt að fá viðeigandi aðstoð þar sem mjög fáir geðlæknar hér á landi meðhöndla ADHD. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Önnu Töru Andrésdóttur doktorsnema í heila og hugarstarfsemi og hegðun við háskólann í Barcelona í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Anna segir alls ekki næga þekkingu hér á landi á ADHD en komi í raun ekki á óvart því fræðin séu afar flókin og margslungin.

Aðspurð um hvnær væri tímabært að láta kanna möguleika á ADHD þegar upp komi grunur um ADHD hjá barni segir Anna að best væri að leita beint til fagaðila.

„þá gæti til dæmis kennari beðið um að þetta yrði kannað og þá er farið yfir stuttan spurningalista og svo sé staðan metin hvort sé þörf á nánari“

Hún segir kennara oft búa yfir mjög mikilvægum upplýsingum um vanda barna þegar kemur að ADHD greiningum, en það velti þó á þeirra þekkingu á ADHD hvort sá vandi sem sé til staðar leiði til þess að börnin fái greiningu því sumir kennarar geri lítið úr þessu en þegar öllu er á botnin hvolft sé það ekki þeirra að greina heldur eingöngu að koma málunum í farveg.

Birtingarmynd einkenna ADHD oft ólík milli kynja

Hún segir birtingarmynd einkenna ADHD oft vera ólíka milli kynja, þetta birtist til dæmis í viðbrögðum einstaklinganna við því að vera með ADHD.

„kjarnaviðbrögðin eru ekki alveg ólík og í raun nokkuð lík til dæmis eiga í erfiðleikum með einbeitingu, koma hlutunum í verk og vera ofvirkur í tali og hugsun en hins vegar getur birtingarmyndin verið ólík, konur til dæmis taka einkennin nærri sér og hugsa sem svo.. ohh ég geri þessi mistök aftur og aftur á meðan karlar hugsa þetta á þann hátt að mistökin hljóti að vera einhverjum eða einhverju öðru um að kenna“ segir Anna.

Í október er vitundarmánuður fólks með ADHD og munu ADHD samtökin standa fyrir ýmsum viðburðum til þess að vekja athygli á málefnum fólks með ADHD en gera má ráð fyrir að hátt í 20.000 Íslendingar sé með greint og ógreint ADHD. Á fimmtudaginn næstkomandi verður haldið málþing á Grand Hótel á vegum ADHD samtakanna frá kl.13:00 – 16:00 þar sem meðal annars Anna Tara heldur erindi. Smelltu hér til þess að skrá þig á málþingið.

Dagskrá málþingsins

13:00 – 13:10Setning málþings  
  Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
   
13:10 – 13:20 Ávarp  
  Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna
   
13:20 – 13:30 Afhending Hvatningarverðlauna 
    
13:30 – 14:10 ADHD er ekki til  
  Haraldur Erlendsson geðlæknir 
   
14:10 – 14:50 Viljum við betra líf? Um verndandi áhrif greininga, meðferðar og lyfja vegna ADHD 
  Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi
   
14:50 – 15:10 KAFFIHLÉ
   
15:10 – 15:40  Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna
   Elvar Daníelsson yfirlæknir 
   
15:40 – 15:50 Reynslusaga
  Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir alþingismaður
   
15:50 – 16:00 Samantekt og málþingsslit

Málþingsstjóri er Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila