Meistaralið skákdeildar Fjölnis fagnar Íslandsmeistaratitli

Meistaralið skákdeildar Fjölnis áttu góðu gengi að fagna á Íslandsmóti skákfélaga sem lauk nýlega og lönduðu Fjölnismenn Íslandsmeistaratitlinum. Í þættinum Við skákborðið ræddi Kristján Örn Elíasson við FIDE meistarana Sigurbjörn Jóhannes Björnsson frá skákdeild Fjölnis og Halldór Grétar Einarsson frá skákdeild Breiðabliks.

Í þættinum var Íslandsmótið krufið til mergjar og farið yfir þá spennandi skákir sem þar voru tefldar. Í þættinum var því lýst hvernig Fjölnismenn tóku strax forustuna á mótinu og eftir fyrri hlutann voru þeir komnir með þriggja stiga forskot á næsta lið. Í seinni hlutanum gáfu þeir ekkert eftir og mættu með sitt sterkasta lið. Þeir unnu allar sínar viðureignir og lönduðu þar með sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli.

Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis lýsir í ágætri grein á vefnum skák.is hvað bar fyrir augu á mótinu og grípum við niður í lýsingu hans hér:

„skákdeild Fjölnis leiddi Úrvalsdeildina eftir fyrri hluta mótsins með þriggja stiga forystu, forskot sem hæglega var hægt að missa í þeim síðari. Fjölnismenn tóku því enga áhættu þegar tækifærið á Íslandsmeistaratitli  virtist í sjónmáli og „hertu því frekar tökin“. Þetta kom strax kom í ljós þegar 6. umferð var tefld og öflug skáksveit KR-inga var kjöldregin og aðeins hálfur vinningur gefinn. Í framhaldinu unnu Fjölnismenn allar viðureignirnar fjórar og 100% vinningshlutfall reyndist staðreynd, afrek sem sjálfsagt  verður ekki hægt að endurtaka á þessum grunni.“

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila