„Menn fara ekki í svona viðskipti nema með velvild stjórnvalda“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra segir að það virðist sem ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sé að missa tökin á atburðarrásinni sem snýr að kaupum vogunarsjóða á 30% hlut í Arion banka. Þetta kom fram í máli Sigmundar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Sigmundur segir að þær skýringar ríkisstjórnarinnar að hún hafi ekki geta haft áhrif á hverjir kaupi hlutinn haldi ekki vatni “ menn fara ekki í svona viðskipti nema með velvild stjórnvalda, það get ég fullyrt vegna þess að í okkar tíð á síðasta kjörtímabili var stöðugt verið að þreifa fyrir sér með einhverja kaupendur að bönkunum, verið að tala fyrir því gagnvart stjórnvöldum að menn féllust á það að kínverskir fjárfestar eða fjárfestar frá Katar, þar sem menn vildu fá vilyrði frá stjórnvöldum um að fallist yrði á að viðskiptin gengju í gegn, við sáum ekkert á þessum tíma sem gætu talist raunhæf viðskipti og alltaf vantaði töluvert upp á hverjir væru þarna á bak við og hvernig þetta ætti allt saman að gerast„,segir Sigmundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila