Menn með miklar tekjur eiga ekki endilega miklar eignir – Ekki endilega lausn að skattleggja hátekjufólk

Ragnar Árnason hagfræðingur og prófessor emeritus

Það er ekki endilega samtenging milli þess að menn hafi háar tekjur og eigi miklar eignir og það er ekki endilega nein lausn til þess að auka jöfnuð að skattleggja hátekjufólk. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ragnars Árnasonar hagfræðings og prófessors emeritus í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Ragnar bendir á að þeir sem afi miklar tekjur geti allt eins verið fólk sem ekki fjárfesti heldur eyði tekjunum jafnóðum og því ekki hægt að slá því föstu að tekjuháir séu eignamenn.

Hann segir að það sé sennilega ekki mjög skynsamleg lausn að leggja hærri skatta á þá tekjuháu því það myndi leiða til þess að fólk myndi einfaldlega breyta bókhaldinu og skrá is sem skattgreiðendur annars staðar, jafnvel í skattaparadísum.

Hann segir aðrar leiðir til þess að auka jöfnuð, leiðir sem hafa fleiri jákvæð áhrif sem myndu ná á fleiri staði en eingöngu til þeirra fátæku. Til dæmis mætti fara í skattalækkanir, það myndi leiða til þess að efnaminni efðu meira á milli handanna og neysla myndi aukast, sem myndi þannig styðja við verslanir og vöruframleiðendur.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila