Mikið um dýrðir í Bíó Paradís um páskana

Það verður mikið um dýrðir í Bíó Paradís þar sem haldið verður upp á páskana með sérstakri páskadagskrá þar sem meðal annars verður boðið upp á páskapopp, barnadagskrá og aðgengissýningar.

Opið verður um páskana nema á páskadaginn sjálfan en sjá má nánar opnunartíma með því að smella hér.

Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði og er óhætt að treysta á að boðið verður upp á eitthvað fyrir alla fjölskylduna.

Meðal efnis:

Boðið verður upp á fjórar stórskemmtilegar kvikmyndir fyrir alla aldurshópa.

Fyrir þau yngstu – Andri og Edda búa til leikhús

Andri og Edda fara í leikhús með leikskólanum sínum …
en þá langar þau að búa til sína eigin leiksýningu! Sem þau og gera!  
Myndin er talsett á íslensku.

Fyrir aðeins eldri – Doktor Proktor 
myndirnar vinsælu úr smiðju Jo Nesbø! Myndirnar eru talsettar á íslensku.

Doktor Proktor og prumpuduftið

Doktor Proktor og tímabaðkarið

Fyrir hip-hop aðdáendur – Dansdrottningin
Með íslenskum texta.

Myndin fjallar um Minu sem er 12 ára sem kemst áfram í dansinntökuprófi til þess að dansa hip-hop, til þess eins að ganga í augun á nýja stráknum í skólanum sem er frægur hip-hop dansari. Eina vandamálið er að hún kann ekki að dansa.

Þá verður boðið verður upp á sannkallaða kvikmyndaveislu alla páskana, verðlaunamyndir sem hlotið hafa gríðarlega athygli og tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Drama, grín, alvara og ástarsögur – og bíóbarinn verður að sjálfsögðu opinn!

Páskapopp í veitingasölunni okkar (þar sem gómsætt páskaegg er brotið ofan í poppið)!

Nánar á vef Bíó Paradís hér:

Bíó Paradís í samstarfi við Heilavini og Alzheimersamtökin bjóða upp á sýningu á Hárinu þar sem sungið verður með og Einhverfusamtökin ásamt Bíó Paradís bjóða upp á skynvæna sýningu á Vélmennadraumum!
Frítt inn á báðar sýningar – en nauðsynlegt er að bóka miða.

Heilavinir – Hárið
Vélmennadraumar – Skynvæn sýning

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila