Mikilvægt að forsetinn komi úr röðum almennings en ekki stjórnmálavæddur

Það er mikilvægt að forsetinn komi úr röðum almennings og sé ekki tengdur við stjórnmál á nokkurn hátt. Þetta segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og forsetaframbjóðandi en hún var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Steinunn sagði í þættinum frá því að kosninganóttin, þegar Vigdís var kosin forseti, sé henni mjög minnisstæð en þá var Steinunn stödd hjá ömmu sinni í sveitinni mjög ung að árum. Hún segir mikla eftirvæntingu hafa ríkt um hvort Ísland myndi verða fyrst landa til þess að kjósa sér konu sem forseta sem síðan raunin varð. Þetta sé henni afar minnisstætt.

Konur geta líka gert allt

Þá sagði Steinunn að henni hafi einnig þótt mjög minnisstætt þegar hún sá mynd af Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra í blöðunum á svipuðum tíma en þá gengdi Arnþrúður starfi rannsóknarlögreglumanns. Steinnunn segir að þegar hún sá þessa mynd af Arnþrúði í fullum lögregluskrúða hafi hún hugsað að konur gætu gert allt ef þær bara vildu það.

Verður góður fulltrúi þjóðarinnar

Steinunn segir að hún telji sig hafa allt sem þurfi til brunns að bera til að verða forseti Íslands og segir að hún yrði góður fulltrúi þjóðarinnar. Hún hafi gengnið í gegnum mikla og erfiða reynslu í lífinu sem hún segir að hafi í raun allt verið litlar gjafir sem hafi eflt hana sem manneskju.

Takmörkun á tjáningarfrelsi og mannréttindum í þjóðaratkvæðagreiðslu
Í þættinum var hún spurð hvort hún myndi nýta málsskotsrétt forseta og sagði Steinunn að ef Alþingi myndi þjóna hagsmunum almennings þyrfti forseta aldrei að grípa til þess ráðs. Aftur á móti myndi hún grípa til þess ef sú staða kæmi upp til dæmis hvað mannréttindamál varði sem og tjáningarfrelsið.

Hlusta má á nánari umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila