Mikilvægt að vera mannlegur þrátt fyrir frægðina

Kristján Jóhannsson óperusöngvari.

Það er lykilatriði að vera mannlegur þó maður sé þjóðþekktur og láta það ekki slá sig út af laginu þó maður geri einhver mistök. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristjáns Jóhannssonar í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Kristján segir að starfið krefist þess þó að hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig“ maður getur það alveg án þess að þurfa að vera endilega leiðinlegur við aðra, þetta snýst bara um það að vera almennilegur við fólk, og koma fram af virðingu og þá vegnar manni vel, en jafnfram verður maður að passa að hrósa ekki til dæmis nemanda í tónlist nema hann sé að gera góða hluti, það er einfaldlega bara ekki gott„,segir Kristján. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila