Mikilvægt að völdin séu innanlands

Það er geysilega mikilvægt fyrir þjóðina að völdin yfir auðlindum landsins og öllu því sem snýr að fullveldinu séu innanlands og þeir sem veljist í æðstu stöður landsins séu vel meðvitaðir um mikilvægi þess. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Haraldar Ólafssonar prófessors í veðurfræði við Háskóla Íslands og formanns Heimssýnar í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Þetta sé mikilvægt að hafa í huga sérstaklega nú þegar kosið er til embættis forseta Íslands. Forsetinn þurfi að vera vinur lýðræðisins og fullveldisins og átti sig á því að valdið þurfi að vera innanlands. Auk þess sem hann þurfi að hafa styrk til þess að geta sagt nei við frumvörpum sem geti skaðað þjóðina á einhvern máta.

Menn sækjast í auðlindir okkar

Þá segir Haraldur að það sé mikilvægt að menn séu á vaktinni yfir því þegar reynt sé að seilast í auðlindirnar eða aðgang að norðurslóðum. Það sé nefnilega ekki svo að þessir aðilar banki upp á og spyrji hvort þeir megi fá það sem þeir vilji fá. Þetta sé gert með því að menn fara í einhvers konar samstarf og setji upp plan hvernig reglurnar eigi að vera og þær svo búnar til.

Síðan eftir ákveðin langan tíma eftir að reglurnar hafa verið samþykktar, jafnvel áratug eftir er farið að beita þeim. Því sé mjög mikilvægt að vera vakandi yfir því hvað sé verið að samþykkja hverju sinni sem kemur erlendis frá.

Hlusta má á ítarlegi umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila