Mikilvægt fyrir skákmenn að hafa gildi sem henta hverjum og einum

Í þættinum Við skákborðið í dag ræddi Kristján Örn Elíasson við stórmeistarann og nýkrýndan Íslandsmeistara í skák, Helga Áss Grétarsson en í þættinum ræddu þeir meðal annars um Íslandsmótið í skák sem er nýlokið og þá ræddu þeir einnig um hvað það er sem gott er fyrir skákmenn að gera til þess að skapa sér feril en Helgi segist sjálfur styðjast við það sem hann kallar fimm ára planið.

Helgi segir að fimm ára planið gangi meðal annars út á að sjá það fyrir sér hvar viðkomandi skákmaður sjái fyrir sér framtíðina, til dæmis hvar hann muni standa eftir fimm ár. Það sé mikilvægt fyrir viðkomandi skákmann að hafa gildi sem henti honum og hann fari eftir og hafi að leiðarljósi.

Ánægja og gleði gildi Helga Áss

Helgi segir að hans gildi séu ánægja og gleiði að það sem hann taki sér fyrir hendur sé spennandi og áhugavert auk þess sem Helgi segir að mikilvægt sé fyrir hann sem skákmann að gefast aldrei upp og berjast áfram. Þetta segir Helgi að sé orðinn hluti af hans skákstíl og það gerir það að verkum að andstæðingar hans í skák viti að hann gefist aldrei upp.

Aldrei að gefast upp

Hann segir að hafi maður það viðhorf að gefast aldrei upp þýði að skák sem gangi vel hjá andstæðingnum geti á einu augabragði snúist upp í andhverfu sína sem geri það að verkum að Helgi standi uppi að lokum sem sigurvegari.

Þá segir Helgi mikilvægt að þegar illa gengur að taka það ekki sem veganesti inn í næstu skákir sem tefldar eru því þó eitthvað gangi illa í dag þurfi ekki að þýða að það muni ganga illa á morgun.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila