Mjög mikilvægt að taka á eineltismálum í þinginu – Fjölmiðlar ekki saklausir af eineltistilburðum

Inga Sæland þingmaður og formaður Flokks fólksins.

Það getur aukið traust á þinginu ef tekið er á eineltinu innan þess föstum tökum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Inga segir niðurstöðurnar koma sér talsvert á óvart miðað við þá uppifun sem hún hefur af vinnustað sínum:

mér liður almennt vel hér á Alþingi og allir mjög elskulegir og það má segja að það komi mér mjög á óvart að þessi könnun sem gerð var hér á starfsumhverfi þingmanna leiði í ljós að svona mörgum líði illa hérna“. Hún segir mjög mikilvægt að niðurstaða könnunarinnar hafi komið fram “ og ég veit og trúi því að það verði tekið á þessu og málinu fylgt eftir, við erum hið háa Alþingi og eigum að hafa þessa hluti í lagi„.


Einelti birtist einnig í fyrirsögnum fjölmiðla


Inga greindi frá því í þættinum að fjölmiðlar beri ákveðna ábyrgð á því að afbaka sannleikann sem sé ákveðið einelti og eða afbökun sem geti síðar leitt til eineltis. Inga nefndi í þættinum dæmi um þetta og greindi frá viðtali við hana í tímaritinu Mannlífi á dögunum þar sem í fyrirsögninni sagði frá því að Inga hefði ráðið sig á bát og farið þar til vinnu á háhæluðum skóm

en það var bara alls ekkert rétt svo ég spurði blaðamanninn hverju sætti og fékk svarið að þeir sem séð hefðu um forsíðuna hefðu fært í stílinn„,segir Inga.

Lesa má nánar um skýrsluna með því að smella hér.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila