Mótmæla orkupakkanum á Austurvelli á laugardag

Hópur andstæðinga þriðja orkupakkans hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá fyrirhuguðum mótmælum á Austurvelli á morgun laugardag klukkan tvö eftir hádegi. Í tilkynningunni kemur fram að þjóðþekktir einstaklingar flytji ræður á fundinum, meðal annars Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra en eins og kunnugt er þá hefur Ögmundur rætt um mögulegar afleiðingar orkupakkans í fjölmiðlum og á vefsetri sínu. Í tilkynningunni segir að á mótmælunum verði slegið á trumbur og spiluð tónlist. Fyrir þá sem vilja kynna sér orkupakkamálið nánar má smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila