Myndi ekki vilja menntakerfi eins og er á Möltu

Menntakerfi heimsins eru eiginlega jafn misjöfn og þau eru mörg og menntakerfið hérna er í raun alveg ágætt þegar allt kemur til alls. Menntakerfið á Möltu er þó menntakerfi sem Guðna Olgeirssyni sérfræðingi í mennta og barnamálaráðuneyti myndi ekki hugnast að hafa hér á landi. Þetta kom fram í máli Guðna í Menntaspjallinu en hann var gestur Valgerðar Jónsdóttur.

Guðni segir að til dæmis finnist mönnum þar óþarfi að vera með sveitarfélög sökum smæðar ríkisins og því er í raun engin svæðaskipting þar þegar kemur að menntakerfinu.

Sjálfstæði skólanna of lítið

Guðni nefnir að sem dæmi að af því það séu engin sveitarfélög sjái ríkið um menntakerfið og þeir sem ætli að sækja um sem kennarar sæki um í menntamálaráðuneyti landsins. Þetta þýði að þegar það vanti kennara í einhvern skóla sé það ráðuneytið sem ráði hvaða kennari velst til starfans og því fái skólastjórar engu ráðið um hvaða kennara hann fái. Til dæmis ef það vantar tónmenntakennara getur skólinn lent í því að fá sögukennara, þannig ráðuneytið úthlutar kennara og þar er ekkert verið að velta fyrir sér hvort viðkomandi hafi einhverja sérhæfingu.

Hann segir Maltverja líta til Íslands öfundaraugum þegar kemur að sjálfstæði skólanna því á Möltu sé kerfið vissulega skilvirkt og virkar en sjálfstæði skólanna sé alltof lítið að mati skólastjórnenda þar ytra.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila