Flokkur fólksins hefur tekið þá staðföstu stefnu að náttúruauðlindir landsins eigi að vera skilyrðislaust á algjöru forræði íslendinga og því ber að hafna innleiðingu orkupakka þrjú. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar þingmanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur segir að líklegt sé að Guðlaugur Þór sem slegið hefur málinu á frest hafi gert það vegna andstöðu innan Sjálfstæðisflokksins “ við erum bara utan við þetta orkukerfi Evrópu og erum því í allt annari stöðu en til dæmis norðmenn hvað þessi mál varðar„,segir Ólafur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.