Niðurdæling á Koltvíoxíði í Hafnarfirði gæti valdið jarðskjálftum

Fyrirséð er að fyrirhuguð niðurdæling fyrirtækisins Carbfix á koltvíoxíði í Hafnarfirði getur haft einhver áhrif á íbúa svæðisins. Það hefur komið í ljós að það hefur fylgt sumum niðurdælingum á Hellisheiði að fundist hafa jarðskjálftar í Hveragerði allt að 3,0 að stærð og talið að það sé vegna niðurdælinga. Það er ekkert hægt að fullyrða að það fylgi jarðskjálftar í Hafnarfirði við niðurdælingu við Straumsvík það fer eftir aðstæðum hverju sinni. Ef til þess kæmi þá væru það helst íbúar á Völlunum sem gætu fundið slíka skjálfta. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur og prófessor í HÍ en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Niðurdælingin á helst ekki að vera nálægt byggð

Þorvaldur segir að það veki upp spurningar hvort niðurdæling af þessu tagi eigi að vera nálægt byggð. Hann skilur vel áhyggjur íbúa á svæðinu. Það væri skynsamlegt að fara yfir málin og fara ofan í alla þætti málsins áður en ráðist er í framkvæmdir. Það er einnig nauðsynlegt að framkvæmdin fari fram í fullri sátt við íbúa.

Yfirvöld og almenningur þurfa að vera upplýst um innihald efnis

Hvað auka- og snefilefni í koltvíoxíðinu varðar telur Þorvaldur að þeir sem standi að verkefninu upplýsi bæði yfirvöld og almenning um hvert innihaldið sé í því efni sem á að dæla niður og að upplýsingar verði aðgengilegar.

Áhættusvæði vegna jarðhræringa

Staðsetning starfseminnar skiptir miklu máli. Þetta svæði er áhættusvæði vegna jarðhræringa og opnist sprungur í jarðskjálta þá sé ekki hægt að útiloka að niðurdælingarvökvinn berist í grunnvatn eða útí sjó. Best sé að spyrja jarðskjáftafræðinga um líkurnar á þessu. Þorvaldur segir að einn þáttur í vinnslunni sé þegar efninu er dælt í bergið og muni það að lokum fylla allar blöðrur og sprungur sem í berginu eru þá þurfi að breyta um staðsetningu. Þorvaldur leggur mikla áherslu á að málið og fyrirhugaðar framkvæmdir séu vel kynntar íbúum svæðisins og hvaða hugsanleg áhrif framkvæmdirnar muni hafa á líf þess, umhverfi og vatnsból. Það sé afar brýnt að menn taki ekki einhliða ákvörðun í þessu máli og fari ekki ógætilega.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila