Niðurstaða í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit kynnt

nyttthinghusFormaður dómnefndar í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit, Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis, tilkynnti í dag um niðurstöðu dómnefndar í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit. Í fyrsta sæti varð tillaga frá Arkitektar Studio Granda, tillöguna má sjá í skýrslu dómnefndar ásamt öðrum tillögum sem bárust. Í öðru sæti var tillaga frá T.ark arkitektar og í þriðja sæti tillaga frá  PKdM arkitektar. Sýning á öllum tillögum sem nefndinni bárust verður opin á 1. hæð Landssímahúss (gengið inn frá Austurvelli) kl. 14–17 sunnudaginn 18. desember og á virkum dögum kl. 16–18 fram að áramótum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila