Niðurstöður samráðs um ráðstöfun Íslandsbanka birtar – sumir vilja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu

Niðurstöður úr samráðsgátt stjórnvalda vegna ráðstöfunar eignahlutar í Íslandsbanka hafa verið birtar í samráðsgáttinni.

Óhætt er að segja að málið veki hörð viðbrögð meðal þeirra sem senda inn umsagnir en alls bárust 22 umsagnir. Það vekur athygli að þeir almennu borgarar sem sent hafa inn umsögn um málið eru nánast allir á einu máli, að þeir séu á móti sölunni og þá eru dæmi um umsagnir þar sem fólk vill að ríkið kaupi til baka þann hlut sem þegar hefur verið seldur. Enn aðrir vilja hreinlega setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þá senda Hagsmunasamtök hemilanna einnig inn umsögn en þar segir meðal annars:

„Frá því að ríkið fékk bankana í fangið hefur það alltaf verið afstaða Hagsmunasamtaka heimilanna að
ekki komi til greina að einkavæða þá aftur fyrr en heimilunum hafi verið bætt að fullu það tjón sem
þeir ollu þeim og hafa valdið síðan þá. Til þess skuli nýta þá fjármuni sem liggja í bönkunum sem og
hagnaðinn af áframhaldandi starfsemi þeirra. Jafnframt má draga í efa þá hugmynd að bankarekstri
sé best borgið í höndum einkaaðila. Leyfi til bankareksturs fylgir gríðarlegt vald, ekki aðeins til að
skapa með útlánum stærstan hluta þeirra fjármuna sem teljast til peningamagns í umferð heldur
einnig til að því er virðist nánast ótakmarkaðrar gjaldtöku af þeirri sameiginlegu auðlind þjóðarinnar.“

Smelltu hér til þess að skoða fleiri umsagnir

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila