Norrænir sveitarstjórnarráðherrar funda í Reykjavík

Reykjavík

Reykjavík

Fundur sveitarstjórnarráðherra frá Norðurlöndum fer fram í Reykjavík í dag og er Ólöf Nordal innanríkisráðherra gestgjafi fundarmanna. Ráðherrafundurinn hófst klukkan 9 á morgun en auk hefðbundins dagskrárliðar um helstu málefni sem unnið er að í hverju landi ræða ráðherrarnir meðal annars um lýðræðisþróun og samráð við íbúa sveitarfélaga og í öðru lagi hvernig sveitarfélög geta best sinnt verkefnum sínum óháð stærð og staðsetningu þeirra.

Fundinum lýkur síðdegis með heimsókn fundarmanna í Safnahúsið við Hverfisgötu og kvöldverði í Ráðherrabústaðnum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila