Óásættanlegt að 15 milljarðar fari í að afgreiða hælisumsóknir

Það er óásættanlegt að það fari fimmtán milljarðar í það að afgreiða umsóknir fólks um alþjóðlega vernd hér á landi út af því einu að málsferðartími slíkra umsókna er ótrúlega langur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristrúnar Frostadóttur þingmanns og formanns Samfylkingarinnar í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Kristrún bendir á að á meðan fólk sem bíði hér mánuðum saman eftir að þeirra umsókn sé afgreidd sé ríkið skuldbundið til þess að ala önn fyrir því fólki og það sé það sem er að skapa þennan gríðarlega kostnað í kerfinu.

Vandinn sé sá að kerfið hafi ekki verið undir það búið að fá svo mikinn fjölda á stuttum tíma til landsins.

„til að vera sanngjarn getur maður sagt að ekki hafi verið hægt að sjá Úkraínustríðið fyrir eða ástandið í Venesúela og erum í þeim sérstöku aðstæðum að af því fólk í Venesúela er með ferðafrelsi innan Shengen og að við erum í Shengen þá getur þetta fólk komið til Íslands mjög auðveldlega á meðan fólk í löndum sem ekki eru innan Shengen kemst ekkert til Íslands“

Flýta þarf afgreiðslu hælisumsókna

Þannig hafi Ísland staðið frammi fyrir því að á undanförnum árum þá koma þarna tveir mjög fjölmennir hópar og Ísland hafi ekki verið vel undirbúið undir að taka á móti slíkum fjölda.

Hún segir að til þess að koma skikki á þessi mál þurfi að setja meiri fjármuni til Útlendingastofnunar og stytta þann tíma sem það tekur að afgreiða umsóknirnar. Þannig myndu þeir sem uppfylla skilyrðin til þess að fá hér hæli fá hæli og komast þar með fyrr inn á vinnumarkaðinn og þeir sem fá neitun fá þá neitun fyrr en ekki verið að halda þeim hér upp á von og óvon á meðan það lá kannski ljóst fyrir allan tímanna að þeir myndu fá neitun.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila