Ólýðræðisleg ríki farin að stjórna innan Sameinuðu þjóðanna – vafasöm vegferð

WHO, World Ecconomic Forum og Sameinuðu þjóðirnar eru í vafasamri vegferð sem Guðbirni Guðbjörnssyni stjórnsýslufræðingi og óperusöngvara hugnast ekki og líst honum ekkert á blikuna. Ólýðræðisleg ríki séu farin að stjórna Sameinuðu þjóðunum. Þetta kom fram í máli Guðbjörns í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Guðbjörn segir að til séu ólýðræðisleg ríki farin að stjórna meira og minna Sameinuðu þjóðununum sem áður stóðu fyrir göfugum verkefnum sem nú hafi heldur betur færst frá þeirri stefnu. Guðbjörn segir að þetta eigi einnig við um fleiri alþjóðastofnanir og hann sjálfur hafi ekki farið varhluta af því.
Ríkin ósammála um veigamikil mál.

Guðbjörn segir að hann hafi verið á fundi hjá ákveðinni alþjóðasstofnun þar sem hann talaði fyrir hagsmunum Íslands. Þar hafi Guðbjörn vel fundið fyrir því hvernig Evrópusambandið beitti sér í þágu ríkja sem þeir styðji t,d í þróunarsamvinnu og þar hafi menn bara kosið eftir því sem Evrópusambandið vildi á meðan Bandaríkin og Kína hafi verið ósammála í málinu.

Hættuleg þróun og fullveldisframsal

Guðbjörn segist hafa af þessu miklar áhyggjur og að um mjög hættulega þróun sé að ræða. Þá segir Guðbjörn það einnig mjög hættulega þróun að verið sé að fela stórum alþjóðastofnunum lagavald yfir ríkjum og að alþjóðasamningar séu farnir að trompa lög aðildarlanda til dæmis hér á Íslandi. Þar megi nefna fyrirhugað valdaframsal í sóttvarnarmálum til WHO.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila