Orkumál: Hægt að útvega 3800 gígawattstundir af viðbótarorku

Niðurstöður starfshóps sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði í apríl í fyrra til að kanna helstu leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Með hliðsjón af sviðsmyndum um aukna orkuþörf leiða í ljós að frá árinu 2040 ætti að vera hægt að útvega 3800 gígawattstundir af viðbótarorku. Þetta segir Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir MSc í sjálfbærum orkuvísindum en hún var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur um aðra orkukosti og bætta orkunýtni hér á landi.

Í skýrslunni eru meðal annars lagðar fram 50 leiðir til til bættrar orkunýtingar og öflunar. Meðal þess sem lagt er til er að nýta sólarorku (birtuorku)) og fjávarorku´ásamt smávirkjunum sem bændur gætu tekið sig saman um að setja á laggirnar.

Sólarsellur nýjung sem getur komið til framkvæmda 2030

Gunnlaug segir til að mynda að vel væri hægt að afla sólarorku hérlendis yfir sumartímann og séu sólarsellur settar á þök einbýlishúsa myndu orkan sem verður til í sellunum duga vel til þeirrar notkunar sem eitt stykki einbýlishús þarfnast og sérstaklega ef þær væru tengdar við rafhlöður sem geymdu þá umframorku sem verður til. Sólarsellur eru þó talsvert dýrar í uppsetningu og byggðarþolið þarf að vera gott en þær myndu borga sig upp á um 10 til 15 árum. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að frá árinu 2030 sé hægt að setja sólarsellur á flest hús og nýbyggingar.

Smávirkjanir sérstaklega góður kostur fyrir bændur

Hvað smávirkjanir varðar þá segir Gunnlaug að það myndi meðal annar henta bændum sem tækju sig saman um að reisa slíkar virkjanir í bæjarlækjum sem víða eru ekki nýttir til orkuöflunar í dag. Slíkar framkvæmdir þyrftu þó að fara í umhverfismat sem tekur oft langan tíma. En það að það taki langan tíma þurfi ekki þó að vera neikvætt því oft leiðir það að bestu niðurstöðunum um hvernig best sé að standa að málum án þess að skaða náttúruna.

Sjárarfallsvirkjanir þarf að þróa betur en er framtíðar kostur

Starfshópurinn skoðaði hina ýmsa óhefðbundnu kosti til orkuöflunar meðal annars framleiðslu á metangasi úr kúamykju og sjávarfallavirkjanir. En hvað sjávarfallavirkjanir varðar er tæknin hins vegar ekki komin nægilega langt í þróun svo það geti talist raunhæfur kostur.

Lesa má skýrslu starfshópsins með því að smella hér

Hlusta má á ítarlegri umræður um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila