
Ekki er hægt að útiloka að hingað til lands verði lagður sæstrengur verðir þriðji orkupakkinn samþykktur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Andrésar Péturssonar formanns Evrópusamtakanna í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar.
Andrés segir að inni í pakkanum sé vissulega sæstrengurinn og því ekki hægt að útiloka að hann verði lagður
“ hann verður ekki lagður eins og staðan er í dag en það er auðvitað ekki hægt að útiloka að hann yrði lagður hér í framtíðinni, mér þykir þó ekki líklegt að svo yrði”,segir Andrés.
Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan