Baráttunni er ekki lokið enn og búist við harðari andstöðu við næstu orkupakka

Inga Sæland formaður og þingmaður Flokks fólksins og Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins

Baráttunni gegn orkupökkum er hvergi nærri lokið því fleiri orkupakkar eiga eftir að rata inn á borð þingmanna og því ætla þeir sem ekki studdu samþykkt þriðja orkupakkans að beita sér gegn komandi orkupökkum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Birgis Þórarinssonar þingmanns Miðflokksins og Ingu Sæland formanns og þingmanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en þau voru gestir Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Birgir segir að þeir þingmenn sem stutt hafi málið og samþykkt pakkann eigi eftir að sjá að Miðflokksmenn hafi haft rétt fyrir sér í umræðunum um orkupakkann. Inga býst við enn harðari átökum um þá orkupakka sem koma næstir

ég býst við að þegar orkupakki fjögur verði ræddur muni menn stíga enn fastar niður, því að þrátt fyrir það að talað sé um að orkupakkinn hafi verið í deiglunni í tíu ár þá hafði ég enga hugmynd um hann fyrr en í fyrrahaust frekar en aðrir þjóðfélagsþegnar„,segir Inga.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila