Öryggismál í íslenskum höfnum enn víða í ólestri

Margar íslenskar hafnir uppfylla ekki þær öryggiskröfur sem reglur kveða á um. Þetta var meðal þess sem fram kom á ráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem haldin var á dögunum. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á hvernig öryggismálum væri háttað væri á mörgum hafnarsvæðum og meðal annars bent á að dæmi væru um að ekki væru notaðir öryggishjálmar þar sem verið væri að skipa upp farmi, slys hefðu orðið vegna bryggjukanta sem væru of lágir auk fleiri atriða sem voru nefnd. Þá var bent á að hér á landi þurfi að koma upp heildstæðri viðbragðsáætlun fyrir hafnarsvæðin og gera átak í öryggismálum. Fram kom að mikið hefði þó áunnist á undanförnum árum í öryggismálum íslenskra hafa en að dæmin sýndu fram á að gera þyrfti enn betur í þeim efnum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila