Óska eftir tillögum frá almenningi vegna byggðaáætlunar

byggdastofnunVinna við nýja byggðaáætlun fyrir tímabilið 2017 – 2023 hefur staðið yfir undanfarna mánuði og við þá vinnu hafa stjórnvöld lagt áherslu á aðkomu almennings og sveitarfélaga. Einn liður í þeirri aðkomu er að kalla eftir tillögum frá almenningi til byggðaáætlunar. Tillögurnar sem koma frá almenningi verða í framhaldi lagðar fyrir verkefnastjórn byggðaáætlunar sem svo tekur afstöðu til þeirra, auk þess verða allar tillögur sem berast birtar á vef Byggðastofnunar. Í haust er svo gert ráð fyrir að halda byggðaþing þar sem drög að nýrri byggðaáætlun verður tekin fyrir og tillögur ræddar. Hér fyrir neðan má smella á hlekk sem vísar á skjal þar sem hægt er að koma tillögum á framfæri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila