Óþarfi að hafa miklar áhyggjur af gasmengun frá eldgosum

Það er ekki sérlega mikil ástæða til þess að hafa miklar áhyggjur af gasmengun sem berst frá gosstöðvunum á Reykjanesi. Gas sem safnast saman í lautum, nálægt gosstöðvum, getur þó verið hættulegt og þá þarf fólk að gæta varúðar. Sömuleiðis þeir sem hafa lungnasjúkdóma og öndunarfærasjúkdóma þurfa að gæta sín við slíkar aðstæður. Þetta segir Kristinn Sigurjónsson rafmagns og efnaverkfræðingur en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Kristinn segir ástæðuna fyrir því að ekki þurfi að hafa miklar áhyggjur vera þá að þeim gastegundum sem koma frá eldgosum þar sem gösin séu gjarnan bundin brennisteinsefnasamböndum og gefi því frá sér sterka lykt og því getur fólk varast þau og sleppt því að vera á svæðum þar sem slík lykt finnst. Það sé helst í lautum nálægt gosstöðvum þar sem lyktarlaust gas safnast og sértaklega þegar það eru stillt veður, því ber að fara með varúð á slíkum svæðum. Fólk sem hefur ofnæmi og er með lungnasjúkdóma þarf auðvitað að fara mjög varlega við slíkar aðstæður.

Munur á hvort gas sé hættulegt eða eitrað

Yfirleitt sé um koltvíoxíð að ræða en hættulegasta tegundin sé gas sem nefnist kolmónóxíð og segir Kristinn að honum sé nánast óhætt að fullyrða að það sé ekki að myndast á gosstöðvunum á Reykjanesi. Þá sé mikill munur á því hvort gas sé eitrað eða hvort gas sé hættulegt. Þegar gas safnast fyrir í lautum getur það verið hættulegt vegna þess að það vegur þyngra en súrefni og ryður því súrefni í burtu úr lautnum. Kolmónóxíð sé hins vegar bæði eitrað og hættulegt.

Kristinn segir að þegar gas sé framleitt séu einmitt þessar lyktarsameindir nýttar í örlitlu magni og þær settar saman við gasið svo fólk átti sig á því þegar það notar gas hvort gasleki sé eða ekki.

Kristinn bendir á að oft finnist brennisteinslykt af kranavatni en það sé þó alveg óhætt að drekka vatn úr krönum þó fólk finni slíka lykt. Brennisteinn í vatni sé í svo litlu magni að hann sé hreinlega ekki skaðlegur.

Hlusta má á ítarlegri umræður um gastegundir og efnafræðina á bak við þær í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila