París brennur – mótmæli gulu vestanna tólftu vikuna í röð – reiðin magnast gegn Macron

skjáskot af heimasíðu sænska Aftonbladets

Franska lögreglan varaði við því á föstudaginn að hún myndi halda áfram að skjóta gúmmíkúlum að mótmælendum en eins og Útvarp Saga hefur áður greint frá, þá hafa margir mótmælendur stórskaðast og 10 týnt lífi í mótmælum “gulu vestanna” sem staðið hafa samfleytt  yfir í þrjá mánuði. Um 1000 lögreglumenn og 1700 mótmælendur hafa særst í mótmælunum fram till þessa.

Jérome Rodrigues einn af leiðtogum gulu vestanna missti hægra augað eftir skot lögreglunnar er viss um “að lögreglan hafi alveg vitað hvern þeir skutu á”.
Um 80 þúsund lögreglumenn voru við störf í ýmsum borgum Frakklands vegna mótmælanna síðustu helgi. Mótmælendur minntust fallinna félaga og nýlega særðir gengu fremst í göngum s.l. laugardag til að benda á ofbeldi lögreglunnar. S.k. “flash ball” byssur eru bannaðar í flestum löndum Evrópu vegna skaðlegra áhrifa en franska lögreglan notar þær.
Christophe Castaner innaríkisráðherra Frakka réttlætir notkun gúmmíkúlubyssa gegn mótmælum “því lögreglumenn þurfa að verja sig gagnvart þeim sem ráðast á þá.”
Rætt er um að fulltrúar “gulu vestanna” bjóði sig fram til ESB-þingsins og ný skoðanakönnun sýnir að um 13% Frakka myndi kjósa hreyfinguna. Sjá nánar hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila