Perlur Sigurðar Ólafssonar rifjaðar upp

Í þættinum Slappaðu af í dag ræddi Rúnar Þór við Gunnþór Sigurðsson bassaleikara hljómsveitarinnar Q4U en hann er sonur Sigurðar Ólafssonar söngvara og bróðir Þuríðar Sigurðardóttur.

Í þættinum sagði Gunnþór meðal annars frá uppvexti sínum en hann bjó í Laugarnesbænum á Laugarnesi sem á þeim tíma var sveit í miðri borg. Ræddu þeir Gunnlaugur og Rúnar um söngferil Sigurðar föður Gunnþórs og sagði Gunnþór meðal annars frá því sem kemur kannski nokkuð á óvart að þegar hann ólst upp var faðir hans ekki mikið að syngja á heimilinu eins og oft er með tónlistarmennn.

Sömu sögu er að segja um Þuríði Sigurðardóttur systur Gunnþórs sem söng ekki mikið á æskuheimilinu og í mesta lagi hummaði stundum eins og Gunnþór orðaði það.

Sigurður mikill dýravinur og hestamaður

Gunnþór segir að draumur föður hans hafi verið sá að verða dýralæknir og tók hann oft að sér dýr sem aðrir höfðu afskrifað og komið þeim til bjargar. Hann hafi verið mjög næmur á dýrin. Þá sagði Gunnþór frá því að faðir hans hafi verið sem margir vita verið annálaður hestamaður og hafi snyrtimennska Sigurðar í hestamennskunni verið eftirtektarverð. Allir hvítu hestarnir hans hafi til að mynda alltaf verið skjannahvítir, reiðtygin hafi verið tandurhrein svo eftir var tekið.

Söngelsk fjölskylda

Í þættinum sagði Gunnþór frá því að afi hans og amma hafi einnig verið mikið í tónlistinni sem og bróðir Sigurðar hann Erlingur Ólafsson sem gat sér gott orð sem tónlistarmaður. Í þættinum má meðal annars heyra nokkrar af fallegum söngperlum Sigurðar sem og Þuríðar Sigurðardóttur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila