Ráðist að Frosta Logasyni og viðmælendum hans – á rætur i MeToo byltingunni

Undanfarin ár hefur ákveðinn hópur ofstækisfólks ráðist á Frosta Logason fjölmiðlamann og nú nýlega einnig viðmælendum hans sem hafa komið í viðtal til hans á hlaðvarpsveitu Frosta Brotkast.is. Frosti sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu segir að málið megi rekja til Me Too byltingarinnar því aðilar sem henni tengdust gerðu sér mat úr margra ára gömlum sambandsslitum Frosta við fyrrverandi kærustu hans.

Frosti segir að á sínum tíma eða fyrir meira en áratug hafi hann verið í sambandi við konu sem Frosti segir að hafi einkennst af óheiðarleika af hálfu konunnar, meðal annars framhjáhaldi. Þegar Frosti komst að hvernig var í pottinn búið og sambandinu var lokið segist hann hafa því miður sent tölvupósta sem hafi ekki verið honum til framdráttar. Það hafi hann viðurkennt og beðist afsökunar á en eftir sambandsslitin hafi Frosti meðal annars farið í áfengismeðferð og hafið að byggja líf sitt upp að nýju. Þrátt fyrir það hefur hann þurft að sæta linnulausum árásum og ásökunum um að vera ofbeldismaður og þrátt fyrir að fyrrverandi kærasta hans hafi tekið sérstaklega fram í viðtalinu hjá Eddu Falak að Frosti hafi aldrei lagt á hana hendur.

Samtökin Líf án ofbeldis beittu sér í árásum á Frosta

Það sem hins vegar gerist í Me Too byltingunni er að kona innan samtaka sem kalla sig Líf án ofbeldis og samanstendur af konum sem aðstoði mæður við umgengnistálmanir sendir kvenkyns vinum Frosta á Facebook skilaboð og spyr þær hvort þær hafi af honum ofbeldissögur. Á daginn kemur að einhver upplýsir hana um þessi gömlu sambandsslit og skömmu síðar kemur umrædd fyrrverandi kærasta Frosta í viðtal hjá Eddu Falak þar sem hún sagði frá framkomu Frosta í hennar garð en sleppti þó því hvað í raun hefði gengið á af hennar hálfu.

Varð að hætta hjá Stöð 2

Í framhaldi hafi Frosta sem þá var að vinna hjá Stöð tvö verið snögglega kippt úr sjónvarpinu og ákvað að fara á sjóinn. Síðan stofnaði Frosti Brotkast.is og hefur þar að undanförnu meðal annars verið að ræða við forsetaframbjóðendur. Einmitt þar hefur þessi hópur ofstækisfólks séð sér leik á borði og merkt frambjóðendur sem hafa mætt í viðtöl til Frosta í færslur á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) þar sem hneykslast sé á því að frambjóðendur hafi mætt í viðtöl til Frosta.

Ráðist að þjóðþekktum mönnum, fyrst og fremst

Frosti segir þennan hóp taka sérstaklega þekkta karlmenn fyrir og það sé því engin tilviljun að hann og viðmælendur verði fyrir þessum árásum. Þeir myndu aldrei ráðast að honum með slíkum hætti ef hann væri til dæmis bifvélavirki. Þá segir Frosti að hann sé langt frá því að vera eina dæmið um slíkar árásir.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila