Ragnar Þór Ingólfsson valinn baráttumaður ársins 2017 á Útvarpi Sögu

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var valinn baráttumaður ársins 2017

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var í dag valinn baráttumaður ársins 2017 á Útvarpi Sögu. Ragnar Þór sem setið hefur í stjórn VR um árabil vakti mikla athygli á árinu þegar hann var kjörinn formaður VR. Ragnar hefur barist gegn spillingu innan verkalýðshreyfingarinnar og lífeyrissjóðanna, auk þess sem hann hefur lagt mikla áherslu á að almenningur fái meiri aðkomu að því að kjósa þá sem fara með völdin innan verkalýðshreyfingarinnar og lífeyrissjóða.

 

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila