Réttargæslukostnaður vegna hælisleitenda 1,6 milljarðar

Nokkuð hefur verið fjallað um þann gríðarlega kostnað sem hlýst af móttöku mikils fjölda hælisleitenda hér á landi og er hann sagður vera um 20 milljarðar króna á ári. Það sem minna er talað um er sá kostnaður sem leiðir af réttargæslu hælisleitenda. Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins greindi frá því í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur að hann hefði spurt um þann kostnað og nú sé hann kominn með svarið í hendur.

Í svarinu kemur fram að réttargæslukostnaðurinn hlaupi á 1,6 milljörðum króna síðastliðin fjögur ár en upphæðin afhentist Rauða Krossinum sem hlustist til um réttargæsluna.

Birgir segir ljóst að hér sé um gríðarlegar fjárhæðir að ræða sem allar fóru til Rauða Krossins sem hafi verið með 15 lögmenn í vinnu og verið með samning við ríkið.

Búið að breyta reglunum núna

Birgir segir að þessum samningi hafi nú verið breytt á þann hátt að lögmannsstofur geta hverju sinni tekið að sér réttargæslu hælisleitenda hafi þær áhuga á. Birgir segir að ástæðan fyrir þessum háu upphæðum vera þá að lögin séu þannig úr garði gerð að réttargæsla sé greidd af ríkinu á tveimur stigum en oftast sé það nú samt svo í öðrum löndum að einungis réttargæsla á síðari stigum er greidd af ríkinu.

Birgir segir að það sé ekkert sem í raun réttlæti að ríkissjóður sé að greiða fyrir réttargæslu á fyrri stigum og þær greiðslur ætti að leggja af hið snarasta

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila