Símatíminn: Börnin eiga að fá frið fyrir pólitíkusum í skólanum

Símatíminn er á dagskrá alla virka daga frá 09:00 – 12:00.

Það er óviðeigandi að borgaryfirvöld og einstaka borgarfulltrúar sýni af sér þá forræðishyggju að skipta sér af matseðli grunnskólanna, og ættu að sjá sóma sinn í því að láta skólabörnin í friði. Þetta var meðal þess sem fram kom í Símatímanum hér á Útvarpi Sögu í morgun.

Í þættinum ræddu Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri og Pétur Gunnlaugsson þær hugmyndir sem upp hafa komið um að taka kjöt af matseðli skólanna vegna loftslagsmála

það hefur hingað til verið metnaður þeirra sem sjá um matinn í skólunum að bjóða upp á hollan og góðan íslenskan mat, kjöt og fisk, þetta er einmitt vettvangurinn þar sem ætti að vera að kenna börnum að borða til dæmis fisk, þannig að þetta er nú eins og hver önnur vitleysa að ætla að steypa alla í sama fæðumótið líka, nóg er nú samt“ sagði Arnþrúður.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila