Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms klúðraði málum Íbúðalánasjóðs

Það 200 milljarða gat sem myndast hefur hjá Íbúðalánasjóði gagnvart lífeyrissjóðunum hef’ði ekki þurft að verða ef brugðist hefði verið við strax eftir hrun í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar ( 2009-2013) . Ekki tók betra við í næstu ríkisstjórn sem tók við 2013 og þar var Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra sem brást heldur ekki við þeim skuldavanda sem var að hlaðast upp hjá Íbúðalánasjóði og hefur haldið áfram að aukast öll árin og til dagsins í dag.  Vandanum hefur verið ýtt á undan af hverri ríkissjórninni á fætur annari og því er þessi alvarlega staða komin upp í dag sem endar væntanlega hjá skattgreiðendum því það er ríkisábyrgð á íbúðalánum frá Íbúðalánasjóði.  Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halls Magnússonar í síðdegisútvarpinu í dag en Hallur sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur starfaði sem sviðs og verkefnastjóri hjá Íbúðalánasjóði frá árinu 1999 til 2007.

Hallur segir Íbúðalánasjóð hafa verið settan á fót árið 1999 af þeirri ástæðu að Húsnæðisstofnun ríkisins hafi verið afar illa stödd, Byggingasjóður verkamanna hafi verið tæknilega gjaldþrota sem nam um 50 milljörðum að núvirði og hafði étið upp allt eigið fé Byggingarsjóðs ríkisins þar sem sá sjóður hafði lánað Bygggingarsjóði verkamanna fé til þess að geta staðið við sínar skuldbindingar.. Gert var sérstaklega ráð fyrir því að Íbúðalánasjóður ætti að standa undir sér.Í stofn efnahagsreikningi Íbúðalánasjóðs sem hóf störf 1.janúar 1999 voru ekki nema 4 milljarðar eiginfjár á meðan menn höfðu talið nokkrum árum fyrr að væri 20-25 milljarðar á gengi þess tíma. Lífeyrissjóðir hafi fjárfest í húsbréfum hjá Húsnæðisstofnun og héldu því áfram eftir að Íbúðalánasjóður var stofnaður. 

Síðan hafi kerfinu verið breytt og íbúðabréf tekin upp og þá hafi lífeyrissjóðir fjáfest mjög mikið í slíkum bréfum einnig, þannig eru lífeyrissjóðirnir mjög stórir eigendur að slíkum bréfum sem fjármálaráðherra vill gera upp núna tapið á, en tapið hafi verið að myndast undanfarin 12 ár. Hallur segir tapið til komið vegna þess að fjármögnunarbréfin/ íbúðabréfin bera hærri vexti heldur en þær fjárfestingar sem Íbúðalánasjóður hefur gert með uppgreiðslufé sem hefur komið inn í sjóðinn vegna uppgreiðslu á lánum. Vextir þar eru lægri en fólk þurfti að borga þannig að það sé svolítið kaldhæðnislegt að íbúðalánasjóður í dag er sömu stöðu í dag og Byggingasjóður var í á sínum tíma og af svipuðum ástæðum. 

Bankarnir tóku yfir íbúðalánin af miklum þunga

Árið 2003 – 2004 voru gerðar ákveðnar breytingar á kerfinu til þess að koma á vaxtagólfi en á sama tíma voru svo bankarnir seldir og fljótlega fóru þeir af fullum þunga inn á húsnæðismarkaðinn og hófu að lána til íbúðakaupa en höfðu ekki verið þar áður. Þróunin verður sú að bankarnir verða afar stórtækir á markaðnum og sú þróun var mjög hröð.  Í júlí 2004 lánuðu bankarnir um 30 íbúðalán sem námu um 90 milljónum króna næstu mánuði þar á eftir ágúst til desember lánuðu þeir um 30 milljarða á mánuði eða samtals 115 milljarða frá lokum ágústmánaðar 2004 til jóla sama ár. Fljótlega fóru bankarnir að bjóða 100% lán gegn því að fólk borgaði upp lánin sín hjá Íbúðalánasjóði og þannig tóku þeir nánast allan húsnæðismarkaðinn yfir. 

Eignir seldar frá fólki á nauðungarsölu

Íbúðalánasjóður hafði ákveðna fjárstýringu virka til þess að geta varist þessari leið bankanna og segja má að vandinn sem nú sé kominn upp sé af þeirri ástæðu að fjárstýringin hafi ekki verið virk síðan eftir bankahrun. Stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hefði getað lagfært stöðu Íbúðalánasjóðs með þeirri einföldu aðgerð með því að breyta vaxtaprósentunni en það gerðu þau hins vegar ekki og því þegar hrunið varð komust vogunarsjóðir sem voru þá búnir að komast yfir hluti í bönkunum upp með að selja húsnæðið ofan af um 10.0000 fjölskyldum.Í hruninu kom Íbúðalánasjóður hins vegar jöfnum fótum niður og íbúðirnar tók Íbúðalánasjóður til sín. Þá hefði Íbúðalánasjóður geta tekið í taumana og lagfært það skulda gat sem þá var orðið talsvert.


„þeir eru þarna með fulla vasa af peningum sem þeir gátu ekki fjárfest með en það voru ákveðnar leiðir til þess að koma þeim peningum í vinnu á þeim vöxtum sem hefði þurft, með því einfaldlega að til dæmis að lána þegar á þessu fjármagni þurfti að halda á húsnæðismarkaði. Til dæmis með því að hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs  þess vegna tímabundið, það hefði verið hægt að endurlána í nægliega langan tíma og á réttum vöxtum til þess að þetta gat hefði ekki myndast sem við erum að sjá hér núna“ segir Hallur.

ASÍ móðgaðist af því þeir fengu ekki sæti í stjórn Íbúðalánasjóðs

Hallur segir að þegar unnið var að breytingum á íbúðalánakerfinu 2003 vegna 90% lánanna og rætt var við alla hagsmunaaðila vegna þess hafi hann fundið fyrir ákveðinni kergju því fulltrúar frá verkalýðsfélögum væru ekki með sæti inni í stjórn Íbúðalánasjóðs og hann hafi t,d rætt við Gylfa Arnbjörnsson þáverandi forseta ASÍ sem hafi verið afar ósáttur við Íbúðalánasjóð.

„ég fékk sko að heyra það að við teldum okkur vita allt best og það væri ekki rétt að halda áfram á þessari braut og það hefði verið rétt að henda út fulltrúa verkalýðsfélaga úr stjórn Húsnæðisstofnunar, allt í einu var kergja þarna og menn móðgaðir yfir því að hafa ekki fengið sæti í stjórn Íbúðarlánasjóðs og þetta fannst mér ég upplifa aftur þegar þessar tillögur sem lágu fyrir og Árni Páll lét vinna og ætlaði að leggja fyrir ríkisstjórn varðandi þá sem lentu illa í myntkörfulánunum en svo var því breytt í umræðuskjal sem var stungið undir stól og Árna Páli sparkað úr ríkisstjórn“ segir Hallur.

Aðspurður segir Hallur að hann telji að Árni Páll hafi verið hafður fyrir rangri sök í þessu máli.

Eygló Harðardóttir húsnæðisráðherra brást alfarið

Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra hafi átt að sjá um þennan málaflokk frá árinu 2013  -2016  en látið hjá líða að grípa til aðgerða og vegna þessara skulda sem voru að hrannast upp hjá Íbúðalánasjóði.  Íbúðalánasjóður hafði tekið til sín hundruði íbúða sem voru í eigu fólks í skuldavanda eftir hrun og hefði verið eðlilegast að selja þær á fullu markaðsverði til þess að laga fjárhagsvanda Íbúðalánasjóðs.  Þess í stað seldi Eygló íbúðirnar til fjársterkra aðila og einstaklinga sem hún lagði blessun sína yfir og þeir aðilar hafi svo stofnað leigufélög sem græða á tá og fingri á kostnað almennings. Það var gert þrátt fyrir að Eygló Harðardóttir hafi vel vitað af þeim vanda sem Íbúðalánasjóður var í og gerði ekkert til þess að koma í veg fyrir hann.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila